Skemmtipakkinn og Endalaust Internet

10.990kr./mán
Sjónvarp 365 appið 0 kr.

Hvað er í pakkanum?

Skemmtipakkinn

Skemmtipakkinn er hlaðinn margverðlaunuðum þáttum og kvikmyndum. Stöð 2 er í fararbroddi þegar kemur að íslenskri framleiðslu á sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna.


5 stöðvar tryggja fjölbreytni

Stöð 2 er í fararbroddi þegar kemur að leiknu innlendu efni sem og erlendu. Stöð 3 er fersk stöð með erlent gæðaefni í bland við nýtt íslenskt. Bíóstöðin sýnir fyrsta flokks bíómyndir. Krakkastöðin sér til þess að börnin hafi aðgang að fyrsta flokks íslensku barnaefni, bæði leiknu og talsettu. Tónlist sér svo um að færa þér fyrsta flokks tónlist eins og þú getur í þig látið.


Maraþon

Stöð 2 Maraþon er ný þjónusta sem gerir þér kleift að nálgast nýjar og eldri þáttaraðir sem sýndar eru á Stöð 2. Þannig getur þú horft á heilu þáttaraðirnar, nákvæmlega þegar þér hentar. Veldu þér þína þáttaröð og taktu góða syrpu með Stöð 2 Maraþon.

Endalaust Internet

Með völdum tilboðspökkum 365 býðst viðskiptavinum nú einnig endalaust internet á verði allt frá 10.990 kr. Þú getur vafrað áhyggjulaus á netinu og enginn aukakostnaður við gagnamagnspakka eða umfram niðurhal bætist við.


Aðgangsgjald

Greiða þarf aðgangsgjald mánaðarlega fyrir internet aðgang. Fyrir ljósleiðara tengingar er greitt beint til Gagnaveitu Reykjavíkur 2.999 kr. Fyrir ljósveitu tengingar sér 365 um innheimtu og greiðir aðgangsgjaldið til Mílu skv gjaldskrá Mílu samtals 2.987 kr. Upplýsingar um verð er hægt að finna á heimasíðu Mílu, hér. Greitt er grunnverð fyrir aðgang að heimtaug (neðra tíðnisvið) og þjónustu á aðgangsleið 3 fyrir aðgang að ADSL eða VDSL tengingu. (Athugið að verð á heimasíðu Mílu er birt án virðisauka).


Netbeinir

Hjá okkur getur þú leigt hágæða ZyXEL netbeini á einungis 650 kr. á mánuði.

Sjónvarp 365 appið fylgir með á 0 kr.

Kynntu þér einnig frábær kjör á heimasíma og GSM.


Allir áskrifendur geta nýtt sér afslætti hjá fjölda fyrirtækja og verslana með Vild, sjá nánar.

Sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna