Spurt og svarað

Velkomin í spurt í svarað, hér finnur þú svör við algengum spurningum um vörur og þjónustur 365,
smelltu á viðeigandi flokk.

Sjónvarp

Þarf ég að skipta út myndlykli þegar ég kaupi áskrift?
Nei, þeir myndlyklar sem eru á markaði ganga. Þú getur fengið myndlykil hjá okkur ef þú ert með ljósnet eða ADSL. Digital Ísland myndlyklar virka líka með okkar pökkum. Einnig er hægt að nota Sjónvarp 365 appið. Það er aðgengilegt á iOS 8.0 eða nýrra og Android 4.1 eða nýrra.
Ég er ekki með myndlykil, hvað geri ég?
Ef þú ert ekki með myndlykil þarftu að fá einn slíkan.
Ef þú ert tengdur á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur getur þú farið í næstu Vodafone verslun og fengið myndlykil þar.
Ef þú ert tengdur á Ljósveitu Mílu getur þú sótt myndlykil í verslun okkar í Skaftahlíð 24 eða farið í næstu verslun Símans og fengið afhendan myndlykil.
Ef þú ert með Sjónvarp 365 appið getur þú sleppt myndlykli og horft á sjónvarpið í snjallsíma, spjaldtölvu, í vafra eða með Apple TV4. Það er aðgengilegt á iOS 8.0 eða nýrra og Android 4.1 eða nýrra.
Það er líka hægt að nota gamla góða loftnetið og fá klassískan Digital Ísland myndlykil, en þeir eru þó takmarkaðri en hinir myndlyklarnir. Digital Ísland myndlyklarnir eru afhentir í verslunum Vodafone.
Virkar áskriftin mín líka í Sjónvarp 365 appinu?
Já. Með öllum sjónvarpspökkum fylgir Sjónvarp 365 appið á 0 kr. Þú getur notað áskriftina þína í appinu og horft á sjónvarpið hvar sem er, hvenær sem er. Allar stöðvar 365 og valdar stöðvar Fjölvarpsins eru aðgengilegar í Sjónvarp 365 appinu. Ekki er hægt að streyma áskriftarstöðvum okkar erlendis.
Í hverju felst skuldbindingin?
Það er almennt enginn binditími á áskriftum 365. Undanþegnar frá þessu eru áskriftir sem keyptar eru á tilboði gegn bindingu.

Það er mánaðar uppsagnarfrestur á sjónvarpsáskriftum og tekur uppsögnin gildi þar næstu mánaðarmót eftir að áskrift er sagt upp. Af öðrum þjónustum tekur uppsögn gildi við lok mánaðar.
Hver innheimtir leigu á myndlykli?
Ef þú ert nú þegar með myndlykil breytist innheimtan ekki neitt. Fáir þú nýjan myndlykil, þá muntu fá reikning frá Vodafone fyrir Digital Ísland og myndlykla á ljósleiðaranum. Á Ljósveitu Mílu færðu reikning frá 365 eða Símanum eftir því hjá hvorum aðilanum þú ert með myndlykil.
Get ég flutt áskriftina mína yfir á annan myndlykil?
Hægt er að flytja áskrift yfir á annan myndlykil með auðveldum hætti á Mínum síðum 365.
  1. Smellið á Sjónvarpskubb með þeirri áskrift sem á að flytja.
  2. Smellið á Flytja áskrift hnapp, ofarlega hægra megin.
  3. Í boxi merktu númer 1 er samningsnúmerið þitt. Sá samningur sem þú ert að fara að flytja.
  4. Í skrefi 2 getur þú valið af lista yfir þekkta viðtakendur sem þú hefur áður skráð og flutt áskrift á.
  5. ...EÐA skráð nýjan viðtakanda í svarta boxið. Það geriru með því að slá inn kennitölu hjá viðkomandi viðtakanda og ýta á stækkunarglerið.
  6. Þegar viðtakandi hefur verið valinn skal smella á Staðfesta flutning
  7. Flutningsferli ætti að hafa hafist og hægt er að fylgjast með því í Flutningssögu vinstra megin á síðu og uppfæra með því að spella á örvarnar.

Internet

Hversu mikill hraði er í boði á nettengingunni minni?
Ljósleiðaratengingar á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur eru allt að 1000 Mb/s í niðurhal og upphal.
Ljósnetstengingar á Ljósveitu Mílu eru allt að 100 Mb/s niðurhal og 25 Mb/s upphal. Ljósleiðaratengingar Mílu (GPON) bjóða allt að 1000 Mb/s í niðurhal og upphal.
Hver er munurinn á ljósleiðara og ljósveitu?
Ljósleiðari fer um kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur og er þá ljósleiðari lagður alla leið inn í íbúð. Netaðgangstæki er sett upp af Gagnaveitu Reykjavíkur og svo tengist netbeinir, heimasími og myndlykill í það tæki. Ljósleiðarinn er því hreint ljósleiðarasamband beint í stofu. Míla býður einnig upp á eigin ljósleiðaratengingar (GPON) á mörgum stöðum sem virkar á sama hátt.

Ljósveita fer yfir kerfi Mílu og heitir í rauninni VDSL. Þá er ljósleiðari lagður út í götuskáp og fer svo merkið stutta vegalengd um gömlu góðu koparlagnirnar inn í íbúð. Þannig má segja að ljósveita sé einskonar blanda af ADSL og ljósleiðara.
Hvernig netbeini er hægt að fá?
Við leigjum út ZyXEL VMG8324 og VMG8924 netbeina. Báðar týpurnar eru með Gigabit LAN og styðja vigrun á VDSL tengingum. VMG8324 er með 802.11n 2,4GHz þráðlausu neti, en VMG8924 styður einnig 802.11ac 5GHz þráðlaust net.
Get ég notað minn eigin netbeini?
Já, ef þú átt netbeini sem styður ljósleiðara eða ljósveitu (VDSL) þá getur þú notað hann. Öll netumferð er á þinni eigin ábyrgð og starfsfólk þjónustuvers getur aðeins veitt takmarkaða aðstoð notir þú þinn eigin beini. Við mælum alltaf með að fá netbeini hjá okkur til þess að tryggja sem besta upplifun. Athugið að ef eigin netbeinir er notaður á ADSL, VDSL eða GPON tengingum, þá munt þú þurfa að hafa samband við tækniborð okkar til að fá notendanafn á netbeininn svo þú getir tengst.
Hvað er aðgangsgjald?
Greiða þarf fyrir aðgang að neti, annars vegar ljósleiðara og hinsvegar ljósveitu. Ef þú ert á ljósleiðara er greitt beint til Gagnaveitu Reykjavíkur en ef þú ert á ljósveitu sér 365 um innheimtuna og greiðir aðgangsgjaldið til Mílu. Upplýsingar um verð má finna hér undir Internet verðskrá.
Get ég tengst þráðlaust við ljóshraða tenginguna mína?
Já, netbeinarnir sem við bjóðum upp á eru búnir þráðlausu sambandi.
Hvað gerist ef ég fer yfir gagnamagnið mitt?
Ef þú ferð yfir gagnamagnið í þinni þjónustuleið, þá bætist við viðbótar gagnamagn. Verðskrá fyrir viðbótar gagnamagn finnur þú hér undir Internet verðskrá.
Hver er póstþjónn fyrir útsendann póst?
Til þess að geta sent póst í gegnum póstforrit á nettengingum 365 ljóshraða þarftu að nota póstþjóninn (Outgoing mail server) smtp.ljoshradi.is á porti 25.
Hvernig set ég upp netbeini í fyrsta sinn?

Heimasími

Get ég haldið símanúmerinu mínu?
Heldur betur! Við flytjum númerið þitt yfir til okkar, það er algjör óþarfi að flækja málið.
Get ég fengið nýtt símanúmer?
Já, þú getur fengið nýtt númer þegar þú pantar heimasíma hjá okkur.
Get ég sleppt heimasímanum?
Já þú getur sleppt því að hafa heimasíma hjá okkur. Þú getur hringt inní þjónustuverið okkar 1817 og sagt upp heimasímanum.
Get ég haft heimasíma án internets?
Nei, við bjóðum ekki upp á stakan heimasíma, hann er alltaf bundinn við internetþjónustu.

GSM

Hvað gerist ef ég nota meira gagnamagn en það sem er innifalið í þjónustunni minni?
Á Mínum síðum getur þú séð í hvaða þjónustuleið þú ert með og hvað er innifalið í þinni áskriftarleið.
Verðskrá fyrir umfram gagnamagn í þinni þjónustuleið finnur þú hér undir GSM verðskrá.
Ég hef glatað PIN eða PUK númeri, hvað geri ég?
PIN og PUK númer fyrir GSM getur þú nálgast með að hringja í þjónustuver okkar í síma 1817 eða komið í verslun okkar að Suðurlandsbraut 8.
Get ég notað núverandi GSM símanúmer mitt hjá 365?
Já, það er mjög lítið mál að flytja GSM númerið þitt yfir til 365 og það sem meira er – það kostar ekki neitt. Þú einfaldlega skráir þig í þjónustuna og 365 sér um að láta flytja símanúmerið fyrir þig.

Sérstaklega skal tekið fram að óþarfi er að segja upp númerinu hjá fyrra símafélagi, það gerist sjálfkrafa þegar númerið flyst yfir. Númeraflutningur getur tekið allt að sjö virka daga en viðskiptavinir ættu ekki að vera sambandslausir nema í örfáar mínútur þegar skiptin sjálf eiga sér stað.

SMS er sent til viðskiptavina og tilkynnt hvenær númeraflutningurinn mun eiga sér stað. Það eina sem þú þarft að gera er að skipta um símkort í símanum sem þú færð sent frá okkur.
Farsíminn minn lætur einkennilega, hvað er best að gera?
Oft er einföld lausn að slökkva á símanum, taka rafhlöðu úr, taka símkort úr, setja bæði simkort og rafhlöðu aftur í og kveikja á símanum. Ef bilunin heldur áfram eftir þetta þá gæti eitthvað meira verið að.

Ef síminn er keyptur hjá okkur þarftu að koma í verslun og við sendum hann í viðgerð fyrir þig, sé þess þörf.
Hvað ber að hafa í huga erlendis með GSM?
Hér eru tekin saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga þegar ferðast er erlendis
Hvernig hringi ég í talhólfið mitt?
Þú hringir í númerið 1415 til að fá samband við talhólfið þitt.

Þetta númer virkar þó bara á Íslandi. Þú hringir í númerið +354 620 0200 til að fá samband við talhólf í útlöndum.
Glatað símkort/farsími?
Ef símkort glatast, til dæmis ef þú týnir farsímanum þínum eða honum er stolið, skaltu láta okkur vita strax með því að hringja í þjónustuver í síma 1817 eða koma í verslun okkar að Suðurlandsbraut 8.

Það er mikilvægt að þú gerir þetta án tafar því öll ábyrgð á notkun númersins liggur hjá viðskiptavini þangað til tilkynning hefur borist 365. Þá lokum við fyrir öll símtöl úr símanum svo hann sé ekki notaður í leyfisleysi. Ef síma er stolið skaltu tilkynna það til lögreglunnar.
Get ég notað rafræn skilríki á SIM kortum frá ykkur?
Já, flestar gerðir af SIM kortum frá okkur styðja Rafræn skilríki. Þú getur athugað hvort þitt simkort styðji Rafræn skilríki á síðu Auðkennis https://www.audkenni.is/.

Ef þitt simkort styður ekki Rafræn skilríki getur þú nálgast nýtt í verslun okkar að Suðurlandsbraut 8 eða haft samband við okkur í síma 1817 og fengið nýtt sent í pósti.
Net- og MMS stillingar fyrir iPhone símtæki (iOS 10 - 10.3)
1) Þrýstu á Menu takkann
2) Veldu þar Settings
3) Veldu þar Mobile Data. Á þessari valmynd þarf að vera kveikt á Cellular Data til að símtækið geti tengst netinu.
4) Veldu svo Mobile Data Options og því næst Mobile Data Network
Þar kemur upp valmynd til að setja inn Internet og MMS stillingar.

5) Netstillingar:
Í APN reitnum undir Cellular Data, skrifaðu þar: gprs.is
Í APN reitnum undir LTE Setup (Optional), skrifaðu þar: gprs.is
Allir reitir sem eru merktir annaðhvort Username eða Password eiga að vera auðir.

6) MMS Stillingar (óþarfi fyrir netsamband):
Undir MMS flokknum eiga eftirfarandi reitir að vera fylltir út svona:
APN – mms.gprs.is
Username – Ekkert/autt
Password – Ekkert/autt
MMSC – http://mmsc.vodafone.is
MMS Proxy – 10.22.0.10:8080
MMS Max Messge Size – Ekkert/autt
MMS UA Prof URL – Ekkert/autt

7) Veldu því næst örina til vinstri efst á skjánum til að stillingarnar vistist.
8) Endurræstu svo símtækið til að stillingarnar virki sem skyldi.
Net- og MMS stillingar fyrir iPhone símtæki (iOS 8 – 9.3)
1) Þrýstu á Menu takkann
2) Veldu þar Settings
3) Veldu þar annaðhvort Mobile data (iOS 9.3) eða General og því næst Cellular (iOS 9)
Á þessari valmynd þarf að vera kveikt á Cellular Data til að símtækið geti tengst netinu.
4) Veldu svo Cellular Data Network
Þar kemur upp valmynd til að setja inn Internet og MMS stillingar.

5) Netstillingar:
Í APN reitnum undir Cellular Data, skrifaðu þar: gprs.is
Í APN reitnum undir LTE Setup (Optional), skrifaðu þar: gprs.is
Allir reitir sem eru merktir annaðhvort Username eða Password eiga að vera auðir.

6) MMS Stillingar (óþarfi fyrir netsamband):
Undir MMS flokknum eiga eftirfarandi reitir að vera fylltir út svona:
APN – mms.gprs.is
Username – Ekkert/autt
Password – Ekkert/autt
MMSC – http://mmsc.vodafone.is
MMS Proxy – 10.22.0.10:8080
MMS Max Messge Size – Ekkert/autt
MMS UA Prof URL – Ekkert/autt

7) Veldu því næst örina til vinstri efst á skjánum til að stillingarnar vistist.
8) Endurræstu svo símtækið til að stillingarnar virki sem skyldi.
Net- og MMS stillingar fyrir Android 6.0 símtæki – Íslenskt stýrikerfi
1) Opnaðu Stillingar
2) Í valmyndinni sem birtist, veldu þar Farsímakerfi
3) Opnaðu því næst Heiti aðgangsstaða
4) Á næsta skjá, veldu Bæta við efst á skjánum

5) Í stillingarsíðunni sem birtist þar, fylltu út eftirfarandi upplýsingar:
Heiti: 365
APN: gprs.is
Ath! Ef þú villt ekki notast við MMS sendingar eða móttöku þá er óþarfi að fylla út frekari stillingar á þessari síðu og þá þarf bara að fara áfram á skref 6
MMS-stöð: http://mmsc.vodafone.is
MMS staðgengilsþjónn: 10.22.0.10
MMS tengi: 8080
APN gerð: Ekki valin(strokaðu út allt úr þessum reit til að hann fari í Ekki valin stöðuna)

6) Ýttu á Til baka takkann á símtækinu og vertu viss um að það sé punktað við 365, þá eru stillingarnar rétt valdar.
7) Enduræstu svo símtækið og þú ættir að vera komin/n á netið!
Net- og MMS stillingar fyrir Android 6.0 símtæki – Enskt stýrikerfi
1) Opnaðu Settings
2) Í valmyndinni sem birtist, veldu þar Mobile networks
3) Opnaðu því næst Access Point Names
4) Á næsta skjá, veldu Add efst á skjánum

5) Í stillingarsíðunni sem birtist þar, fylltu út eftirfarandi upplýsingar:
Name: 365
APN: gprs.is
Ath! Ef þú vilt ekki notast við MMS sendingar eða móttöku þá er óþarfi að fylla út frekari stillingar á þessari síðu og þá þarf bara að fara áfram á skref 6
MMSC: http://mmsc.vodafone.is
Multimedia message proxy: 10.22.0.10
Multimedia message port: 8080
APN type: Not set (strokaðu út allt úr þessum reit til að hann fari í Not set stöðuna)

6) Ýttu á Back takkann á símtækinu og vertu viss um að það sé punktað við 365, þá eru stillingarnar rétt valdar.
7) Enduræstu svo símtækið og þú ættir að vera komin/n á netið!
Net- og MMS stillingar fyrir Android 4.2 – 5.x símtæki – Íslenskt stýrikerfi
Fyrir nýrri símtæki (Android 4.3 – 5.x):
1) Opnaðu Stillingar
2) Opnaðu þar Fleiri Net og því næst Farsímakerfi
Framhald á skrefi 4...

Fyrir eldri símtæki (Android 4.2 og eldra):
1) Opnaðu Stillingar
2) Veldu þar Fleiri stillingar og því næst Farsímakerfi
3) Hakaðu við Farsímagögn á þeirri síðu
4) Opnaðu svo Heiti Aðgangsstaða
Þar kemur auður skjár ef að síminn er nýr
5) Potaðu á plúsmerkið sem birtist annaðhvort efst eða neðst á skjánum.
(Ef þú sérð ekki plúsmerki á skjánum, þrýstu á Menu takkann á símtækinu og veldu þar Nýtt aðgangsstaðarheiti)
6) Fylltu svo út eftirfarandi upplýsingar í viðeigandi reiti:
Heiti: 365
APN: gprs.is
Nafn Notanda: (tómt)
Aðgangsorð: (tómt)

Reitina hérna fyrir neðan þarf einungis að breyta til að gera MMS virkt líka:
MMS- Stöð: http://mmsc.vodafone.is
MMS Staðgengilsþjónn: 10.22.0.10
MMS Tengi: 8080
MMS protocol: WAP 2.0
MCC: 274
MNC: 12
APN gerð: (tómt)
7) Þrýstu svo á Valmynd takkann og veldu Vista
8) Enduræstu svo símtækið og þú ættir að vera komin/n á netið!
Net- og MMS stillingar fyrir Android 4.2 – 5.x símtæki – Enskt stýrikerfi
Fyrir nýrri símtæki (Android 4.3 – 5.x):
1) Opnaðu Settings
2) Opnaðu þar More Networks og því næst Mobile Networks
Framhald á skrefi 4...

Fyrir eldri símtæki (Android 4.2 og eldra):
1) Opnaðu Settings
2) Veldu þar More settings og því næst Mobile networks
3) Hakaðu við Mobile Data á þeirri síðu
4) Opnaðu svo Access Point Names
Þar kemur auður skjár ef að síminn er nýr
5) Potaðu á plúsmerkið sem birtist annaðhvort efst eða neðst á skjánum.
(Ef þú sérð ekki plúsmerki á skjánum, þrýstu á Menu takkann á símtækinu og veldu þar Nýtt aðgangsstaðarheiti)
6) Fylltu svo út eftirfarandi upplýsingar í viðeigandi reiti:
Name: 365
APN: gprs.is
Username: (tómt)
Password: (tómt)

Reitina hérna fyrir neðan þarf einungis að breyta til að gera MMS virkt líka:
MMSC: http://mmsc.vodafone.is
MMS proxy: 10.22.0.10
MMS port: 8080
MMS protocol: WAP 2.0
MCC: 274
MNC: 12
APN type: (tómt)
7) Þrýstu svo á Menu takkann og veldu Save
8) Enduræstu svo símtækið og þú ættir að vera komin/n á netið!
Net- og MMS stillingar fyrir Windows Phone 8 og 8.1 símtæki
1) Á aðalskjánum, þysjaðu alveg neðst og ýttu á örina til hægri sem er að finna þar
2) Í listanum sem kemur þar upp, veldu Settings
3) Á þeirri valmynd skal valið Access point
4) Á þeirri síðu skal ýtt á Add takkann

5) Fylltu þar út eftirfarandi upplýsingar í viðeigandi reiti:
Connection name: 365
Access point name: gprs.is
Username: (tómt)
Password: (tómt)

Reitina hérna fyrir neðan þarf einungis að breyta fyrir MMS (myndskilaboðs) stuðning:
MMS Access point name: mms.gprs.is
Username: (tómt)
Password: (tómt)
Proxy adress: 10.22.0.10
Proxy port: 8080
MMSC address: http://mmsc.vodafone.is

6) Ýttu svo á hakið neðst á skjánum til að vista stillingarnar.
7) Á skjánum sem birtist þar, vertu viss um að 365 sé merkt Active
8) Enduræstu svo símtækið og þú ættir að vera komin/n á netið!
Netstillingar fyrir Windows Phone 7.5 símtæki
1) Ýttu á Start takkann á símtækinu
2) Renndu til vinstri til að fá upp forrita listann
3) Veldu þar Settings, og svo Mobile Network
4) Farðu alveg neðst í þessari valmynd og veldu Edit APN
5) Fylltu þar út eftirfarandi reiti sem skyldi:
APN: gprs.is
User Name: tómt/ekkert
Password: tómt/ekkert
6) Ýttu svo á Done og þú ættir að vera nettengd/ur!

Ef símtækið fær ekki strax netsamband, prufaðu þá að endurræsa símtækið og sjá hvort það dugi til að fá samband.
Netstillingar fyrir Windows Phone 7 símtæki
1) Ýttu á Start takkann á símtækinu
2) Renndu til vinstri til að fá upp forrita listann
3) Veldu þar Network Setup, og svo Cellular
4) Veldu þar Add APN
5) Fylltu þarút eftirfarandi reiti sem skyldi:
APN: gprs.is
User Name: tómt/ekkert
Password: tómt/ekkert
6) Ýttu svo á Done og þú ættir að vera nettengd/ur!

Ef símtækið fær ekki strax netsamband, prufaðu þá að endurræsa símtækið og sjá hvort það dugi til að fá samband.

Tölvupóstur og hýsing

Bjóðið þið upp á tölvupóstþjónustu?
Nei, við teljum að tölvupósturinn þinn eigi ekki að vera í gíslingu hjá fjarskiptafélögum. Það er aragrúi af notendavænum og gjaldfrjálsum þjónustum í boði á netinu. Við mælum t.d. með Gmail, Hotmail, Outlook eða Yahoo.
Bjóðið þið upp á lén og hýsingu?
Nei, við viljum einbeita okkur að því að veita fyrsta flokks net-, heimasíma-, farsíma- og sjónvarpsþjónustu. Þú finnur haug af góðum fyrirtækjum á Google sem sérhæfa sig í þessum þjónustum, bæði hérlendis og erlendis.
Ég get ekki sent tölvupóst eftir að ég fékk netið frá ykkur. Hvað getur verið að?
Nauðsynlegt er að breyta stillingum í tölvupóstforritum þannig að póstsendingar séu stilltar á smtp.ljoshradi.is og noti port 25.

Reikningar

Hvað er „Dreifingarkostnaður IP myndlykill“?
Gjald fyrir að varpa sjónvarpsefni í áskrift á myndlykil í gegnum internetið.
Hvað er „Dreifingarkostnaður Digital Ísland"?
Gjald fyrir að varpa sjónvarpsefni í áskrift á myndlykil í gegnum loftnet.
Hvað er „Sjónvarpsáskrift á aukamyndlykil“?
Gjald fyrir að varpa sjónvarpsefni í áskrift á fleiri en einn myndlykil á sama heimili. Greitt er eitt gjald, óháð fjölda myndlykla.
Ég er hætt/ur í þjónustu, afhverju fæ ég ennþá reikninga?
Ástæðan er líklega sú að fjarskiptaþjónusta er alltaf greidd eftirá, auk þess sem þú greiðir leigu á lánsbúnaði þar til honum er skilað. Þú getur séð hvaða tímabil þú ert að greiða fyrir á reikningum sem þú getur fundið undir Rafræn skjöl í heimabanka eða á Mínum Síðum 365.
Hvað gerist ef ég borga ekki á réttum tíma?
Reikningar fara í innheimtu ef þeir eru ekki greiddir fyrir kl. 21 á eindaga. Reikningar fyrir sjónvarpsáskrift fara í innheimtu 20 dögum eftir eindaga og fjarskiptareikningar fara 10 dögum eftir eindaga. Í millitíðinni sendum við innheimtuviðvörun á skráð lögheimili.