Sjónvarp appið

Nú geta áskrifendur horft á sitt uppáhaldsefni hvar og hvenær sem er

Sjónvarp 365 appið fylgir með vinsælustu sjónvarpspökkum 365 á 0 kr. á mánuði eða með Skemmtipakkanum, Sportpakkanum, Stórapakkanum, Risapakkanum og Golfstöðinni.

Mánaðargjald að Sjónvarp 365 appinu fyrir aðrar sjónvarpsáskriftir er 990 kr. en allir viðskiptavinir fá fyrsta mánuðinn á 0 kr.

Sjónvarp 365 appið veitir áskrifendum aðgang að sjónvarpsáskriftum hjá 365 í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu og vafra. Nú geta áskrifendur horft á sitt uppáhaldsefni hvar og hvenær sem er.

Sjónvarp 365 appið veitir áskrifendum aðgang að:

  • Sjónvarpsáskriftum hjá 365 í gegnum snjallsíma og spjaldtölvu.
  • Línulegri dagskrá sjónvarpsstöðva.
  • Stöð 2 Maraþon í HD gæðum.
  • Tímaflakki og frelsi.

Appið er aðgengilegt sjónvarpsáskrifendum 365 að Stöð 2, Stöð 3, Bíóstöðinni, Gullstöðinni, Krakkastöðinni, Golfstöðinni og Stöð 2 Sport ásamt hliðarrásum Stöð 2 Sport 2, 3 og 4.

Sæktu Sjónvarp 365 appið hér:

Hvernig virkar Sjónvarp 365 appið?

Sjónvarp 365 appið er aðgengilegt á iOS (8.0 eða nýrri) og Android (4.1 eða nýrri) stýrikerfum.

Á allra næstu dögum er vefútgáfa af Sjónvarp 365 appinu væntanleg sem gerir viðskiptavinum kleift að horfa á sínar stöðvar beint úr tölvunni.

Einungis er hægt að tengja einn aðgang af Sjónvarp 365 appinu við sjónvarpsáskrift.

Það er hægt að færa aðgang milli tækja, en einungis er hægt að vera með einn samtímastraum í gangi fyrir greitt sjónvarpsefni.

Sjónvarp 365 appið er knúið af OZ.