Reikningahjálp
area1

1

Á reikningi er að jafnaði mánaðarjöld annarsvegar og notkun hinsvegar. Mánaðargjöld eru föst upphæð pr. þjónustuleið s.s. „Endalaust 30GB“ en upphæð fyrir notkun fer eftir fjölda símtala og gagnamagnsnotkunar. Þetta sýnidæmi er með gjalddaga í september og mánaðargjöld per þjónustuleið fyrir þann mánuð. Notkun aftur á móti er fyrir mánuðinn þar á undan, eða ágúst eins og í sýnidæminu.

2

Á þessum reikningi eru gjöld vegna þriggja símanúmera, 898-1020, 662-2021, og 898-5723. Heiti þjónustuleiðar eða aukaþjónustu birtist á undan símanúmerinu. „Endalaust 30GB“ eða „Endalaust + 11GB“ eru t.d. þjónustuleiðir með tilteknum fjölda símtala inniföldum og/eða ákveðnu gagnamagni inniföldu. Aukaþjónustur eins og t.d. „100MB gagnapakki“ birtast einnig eigi það við. Upphæðir eru þarna sundurliðaðar fyrir fasta mánaðagjaldið, notkun símtala og/eða gagnamagns og afsláttar sem þjónustuleiðin gefur.

3

Í þessu sýnidæmi birtist sundurliðun vegna 898-1020 vegna þess að það númer er það eina sem er með notkun umfram þá þjónustuleið sem keypt er. Ef notkun er innan marka þjónustuleiðar birtist engin sundurliðun á reikningi, en hana er aftur á móti að finna á „mínum síðum“ á 365.is.

4

Í sundurliðun birtist lína fyrir hvern flokk notkunar fyrir 898-1020. Í þessu sýnidæmi er eingöngu um að ræða „Símtöl innanlands og símtöl í „Upplýsinganúmer“. Hér er um sundurliðun samtalna í svæði nr. 2, þ.e. notkun þar er í þessu sýnidæmi kr. 28.299,- sem skiptist í „Símtöl innanlands“ kr. 27.859,- og „Upplýsinganúmer“ kr. 440,-. Takið eftir því að „Samtals til greiðslu“ hér á eingöngu við þetta eina símanúmer.

5

Allur kostnaður er hér dreginn saman, ásamt afslætti og virðisaukaskatti og myndar „Samtals til greiðslu“ kr. 9.590,-